Þriðjudaginn 23. janúar hittust fulltrúar úr nemendaráðum Brekkubæjar- og Grundaskóla í Þorpinu og áttu saman góðan vinnufund. Málefnin sem voru til umræðu voru m.a. vika 6, símareglur, samvinna skólanna og fleira. Krakkarnir völdu sér málefni og unnu síðan í litlum hópum. Í lokin kynnti hver hópur síðan niðurstöður sínar og starfsfólk skólanna tók við því sem skráð hafði verið á blöð. Málin verða svo unnin áfram út frá þeim hugmyndum og niðurstöðum sem krakkarnir skiluðu af sér.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.