Fjölgreindaleikarnir eru haldnir í janúar ár hvert og taka allir nemendur skólans þátt í þeim. Settar eru upp fjölmargar stöðvar um allan skóla og á hverri stöð eiga nemendur að vinna verkefni sem reyna á mismunandi hæfileika og færni. Nemendum er skipt upp í aldursblandaða hópa og reyna verkefnin gjarnan á samvinnu hópmeðlima á mismunandi aldri. Einungis er unnið í 10 mínútur á hverri stöð þannig að allir fá að spreyta sig á öllum verkefnum sem í boði eru. Myndir frá Fjölgreindaleikunum má finna á þessari slóð hér.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.