Fjölgreindaleikar

Á dögunum fóru hinir árlegu Fjölgreindaleikar Brekkubæjarskóla fram. Nemendum var skipt upp í aldursblandaða hópa og fóru á milli vinnustöðva þar sem þeirra biðu fjölbreytileg verkefni. Verkefnin reyndu á mismunandi hæfileika og samvinnu nemenda. Það kenndi ýmissa grasa á vinnustöðvunum og nemendur spreyttu sig á þrautum sem reyndu  m.a. á rýmisgreind, samvinnu, hreyfingu, takt, lestur, athygli og fleira.

Myndir frá Fjölgreindaleikunum.