Krakkarnir í 1. BS eru frábærir og hressir krakkar sem eru duglegir að æfa sig í að lesa og læra og vera fyrirmyndarnemendur.
Það er alltaf nóg um að vera og verkefnin eru mörg og fjölbreytt. Til dæmis erum við um þessar mundir að vinna með þemað “Ég sjálfur” en þar fræðumst við um allt mögulegt sem tengist mannslíkamanum auk þess sem áhersla er á að öllum líði vel í eigin líkama og leyfi öðrum að líða vel í sínum líkama.
Fyrstu bekkingar eru mjög spenntir fyrir að taka þátt í sinni fyrstu bókamessu í Brekkubæjarskóla og munu bæði kennarar og nemendur kynna bók að eigin vali fyrir bekkjarfélögum sínum.
Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur í 1.BS:
Græni hópur er með beinagrindinni okkar honum Kolbeini
Rauði hópur er með fjölbreyttar bækur um mannslíkamann sem við fengum lánaðar á bókasafninu
Guli hópur er með KVL kort sem hann er að vinna með og mun klára að fylla inn í þegar þegar þemanu lýkur
Kveðja frá 1.BS
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.