Það vinnulag sem Brekkubæjarskóli hefur innleitt undanfarin ár til að til að koma betur til móts við fjölbreyttan nemendahóp og skapa menningu sem virðir og fagnar margbreytileikanum hefur vakið mikla athygli skólafólks bæði á Íslandi og erlendis.
Undanfarin ár höfum við kynnt þetta vinnulag á námskeiðum fyrir stjórnendur grunnskóla og fengið kennara og stjórnendur úr skólum í Þýskalandi sem hafa komið og fylgt bekkjarteymum í nokkra daga í senn til að læra þessi vinnubrögð. Einnig hafa komið stjórnenda hópar úr fjölmörgum íslenskum skólum til að fá kynningu á þessu vinnulagi.
Á skólaárinu sem var að líða var talsverður gestagangur en þá komu hópar úr nokkrum íslenskum skólum og skólastjóri frá Kanada til að fræðast um þessi vinnubrögð. Við erum mjög stolt af þessu starfi okkar og höfum nú þegar séð að það virkar vel í skóla fyrir alla.
Meðfylgjandi mynd er frá heimsókn Aoife Cahill frá Kanada og Ingileif Ástvaldsdóttur aðjúnkt við Háskóla Íslands fyrr í vetur.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.