Skólamáltíðir í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla verða gjaldfrjálsar skólaárið 2024-2025.
Áfram er þó gert ráð fyrir að foreldrar sem þiggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir skrái börn sín í mataráskrift í gegnum Timian kerfið sem aðgengilegt er á heimasíðum grunnskólanna. Skráning fer fram þrisvar yfir skólaárið; í ágúst, desember og mars og er skráning bindandi innan tímabils. Foreldrar skulu eins og áður tilgreina dagaval eftir matseðli við skráningu. Skráning í mataráskrift er forsenda þess að nemandi eigi vísan mat í mötuneyti skólans. Eitt helsta verkefni við innleiðingu gjaldfrjálsra skólamáltíða er að stýra innkaupum og sporna við matarsóun. Það kallar á samstarf og ábyrgð allra hlutaðeigandi og því nauðsynlegt að skráningar í mat séu réttar.
Bréf frá Akraneskaupstað varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðir má sjá hér.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.