Nemendur níunda og tíunda bekkjar sóttu nýverið leiksýninguna Góðan daginn faggi. Sýningin er sjálfsævilegur söngleikur frá Þjóðleikhúsinu. Bjarni Snæbjörnsson, leikari segir sögu sína í gegnum söng og leik en sýningin byggir á dagbókarfærslum hans.
"Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur þar sem fertugur hommi leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Eftir vandasamann leiðangur um innra líf sitt og fortíð og samtíma rekst hann á rætinn hommahatara á óvæntum stað.
Sýningin er berskjaldandi leiðangur um skömm og mennsku og einlægt samtal við drauminn um að tilheyra.
Hlátur, grátur og glæný söngleikjatónlist sem lætur enga ósnortna." Segir í tilkynningu um sýninguna.
Nemendur okkar voru til fyrirmyndar á sýningunni og fræddust, spurðu spurninga og komu fram af virðingu.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.