Nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldin á dögunum og komust 7 nemendur Brekkubæjarskóla í úrslit. Yfir 1200 hugmyndir voru sendar inn í keppnina og þar af komust 26 þeirra í úrslit. Þeir nemendur sem áttu þær hugmyndir sóttu síðan vinnustofur í Háskólanum í Reykjavík og unnu að nánari útfærslu og hönnun sinna uppfinninga. Dómnefnd fór síðan yfir verkefnin og mat verkefnin með tilliti til hagkvæmni, nýnæmis og markaðshæfni.
Úrslitastundin rann svo upp þann 21. maí og þátttakendur kynntu sín verkefni fyrir gestum lokahátíðar. Þær Anna Valgerður Árnadóttir og Oliwia Huba úr 6. BS gerðu sér lítið fyrir og fengu 1. verðlaun fyrir uppfinningu sína; Hafragrautaruppáhellarann. Frábært hjá þessum snjöllu stelpum!
Aðrir fulltrúar Brekkubæjarskóla í úrslitum NKG voru:
Myndir frá lokahátíðinni má sjá með því að smella á þennan hlekk og nánari umfjöllun og fleiri myndir eru á Facebooksíðu Nýsköpunarkeppninnar.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.