Föstudaginn 24. nóvember kom starfsfólk mennta- og barnamálaráðuneytisins í heimsókn á Akranes ásamt Ásmundi Einari Daðasyni ráðherra. Hópurinn fékk kynningu á ýmsu sem varðar velferð barna og ungmenna á Akranesi, þar á meðal verkefnum sem snúa að nemendalýðræði í Brekkubæjarskóla. Það voru um 20 fulltrúar úr 7. - 10. bekk sem sáu um að kynninguna fyrir hönd Brekkubæjarskóla og gerðu það með miklum glæsibrag. Frábær kynning hjá frábærum krökkum!
Myndir má sjá með því að smella á hlekkinn hér.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.