Í dag fór fram frá Akraneskirkju útför Ingvars Ingvarssonar. Ingvar fæddist í Borgarnesi 28. apríl 1946 og lést þann 14. október síðastliðinn. Ingvar ólst upp hér á Akranesi og hann og Gunnhildur kona hans störfuðu lengi hér við Brekkubæjarskóla, Ingvar sem kennari og aðstoðarskólastjóri til fjölda ára. Ingvar var einnig bæjarfulltrúi hér á Akranesi og starfaði fyrir Alþýðuflokkinn. Við í Brekkubæjarskóla viljum þakka Ingvari fyrir samstarfið í gegnum árin. Það var m.a. undir forystu Ingvars sem innleiðing á skólastefnunni okkar Góður – fróður hófst. Skólastefna með skýra framtíðarsýn í anda lífsleikni, manngildis og hugmynda um að til þess að ná árangri í skólastarfi þurfi að hlúa að vellíðan og starfsánægju bæði nemenda og starfsmanna skólans. Stefnan er er í anda þeirra gilda sem Ingvar hafði að leiðarljósi en hann var mikill skólamaður og hugsaði vel um hagmuni nemenda og starfsmanna. Við starfsfólk Brekkubæjarskóla sendum Gunnhildi og öðrum aðstandendum Ingvars okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Með kærri þökk fyrir allt
Starfsfólk Brekkubæjarskóla
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.