Það verður mikið um dýrðir á jólamorgunstund Brekkubæjarskóla sem haldin verður fimmtudaginn 14. desember kl. 9.00 í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Nemendur úr 1., 7., og 8. bekk munu sýna atriði og að auki verða eftirfarandi atriði á efnisskránni:
- Brekkóbrass, nýstofnuð lúðrasveit, mun stíga á stokk.
- Unglingar munu flytja tónlistaratriði og sýna fimleika.
- Samsöngur með undirleik nemenda úr tónlistarvali og Brekkókrakka úr tónlistarskólanum. Unglingar ásamt nemendum úr 6. og 2. bekk munu leiða sönginn.
- Að sjálfsögðu munum enda svo herlegheitin á dansi.
Allir velkomnir í jólaskapi!
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.