Eins og flestum er kunnugt hafa fjölmörg samtök kvenna og launafólks blásið til heils dags kvennaverkfalls á Kvennafrídaginn þann 24. október næstkomandi.
Eins og kom fram í tölvupósti til foreldra s.l. föstudag ætla konur sem starfa í Brekkubæjarskóla að leggja niður störf þennan dag. Þar sem konur eru í miklum meirihluta starfsfólks verður Brekkubæjarskóli og frístundin lokuð þriðjudaginn 24. október 2023.
Akraneskaupstaður tekur undir og styður við þau meginmarkmið kvennaverkfalls að hefðbundin kvennastörf, jafnt launuð sem ólaunuð, skuli meta að verðleikum og að kynbundnu ofbeldi verði útrýmt.