Á Vökudögum á Akranesi hafa nemendur Brekkubæjarskóla tekið virkan þátt. Líkt og áður hefur verið getið til um í fréttum skólans var glæsileg Morgunstund hluti af dagskrá Vökudaga að þessu sinni. Auk þess hafa nemendur af unglingastigi málað og skreytt ruslatunnur á skemmtilegan hátt.
Ruslatunnurnar eru einstakar og hver með sinn sjarma. Sumar eru skreyttar boltum eða öðru skrauti á meðan aðrar hafa skilaboð til almennings sem ýta undir umhverfisvitund eins og ruslatunnan sem á stendur: Það er engin pláneta B!
Þessar ruslatunnur eru nú komnar á ljósastaura víðsvegar um Akranes og vekja mikla lukku á meðal vegfarenda. Þá er bara spurning hvort þær verði til þess að rusl endi frekar á sínum stað en ella.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.