Síðastliðinn fimmtudag hittust kennarar af öllu Vesturlandi á menntabúðum í Brekkubæjarskóla. Menntabúðirnar eru vettvangur fyrir skólafólk til að miðla af eigin þekkingu og fróðleik og læra af öðrum. Áhersla er lögð á tækni í skólastarfi og fengu þátttakendur að prófa ýmis forrit, tól og tæki sem sniðugt er að nota í kennslu. Myndir frá menntabúðunum má sjá með því að smella hér.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.