Morgunstund á Vökudögum

Í dag, föstudag fór fram Morgunstund frammi fyrir troðfullu íþróttahúsi. Að vanda voru atriðin sem flutt voru á Morgunstundinni metnaðarfull og glæsileg en öll endurspegluðu þau Akranes á einn eða annan hátt. Enda var Morgunstundin hluti af dagskrá Vökudaga að þessu sinni. 

Skagatengingarnar við atriðin voru ýmis konar en á meðal atriða var flutningur á laginu Frækorn og flugur sem Dúmbó og Steina, samsöngur af laginu Takk fyrir allt með Skagahljómsveitinni Dio Trio auk þess sem lagið Að innan brenn, með texta Hallgríms Ólafssonar um Akranes var flutt. Þá steig hópur nemenda af pólskum uppruna á svið og söng lag á pólsku. 

Skólahjarta Brekkubæjarskóla er fullt af þakklæti og gleði eftir enn eina frábæra Morgunstundina. 

Myndir af Morgunstundinni má finna hér: https://photos.app.goo.gl/WCLkSkiPRUNhK2Ps5