Nemendur í 1. og 2. bekk hafa verið að vinna í umhverfis- og nýsköpunarsmiðju að undanförnu og eru verkefni þeirra nú til sýnis á ganginum hjá bókasafninu. Krakkarnir unnu þrenns konar verkefni í smiðjunni; skálar úr gömlum dagblöðum og tímaritum, hugmyndavinnu þar sem finna átti lausnir á því sem þeim finnst vanta í skólann og leikföng úr ,,rusli".
Það vantar ekkert upp á sköpunargleðina og frumleikann í verkefnum krakkanna og hér má sjá myndir frá sýningunni.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.