Þann 16. desember sl. kom Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í opinbera heimsókn á Akranes. Tekið var á móti honum í Brekkubæjarskóla þar sem nemendur skólans auk nemenda Grundaskóla kynntu verkefni sín og fluttu tónlistaratriði. Auk þess fékk hann kynningu og leiðsögn um skólann.
Trommusveitin ásamt gítarleikara flutti jólalagið Litli trommuleikarinn. Segja má að sá flutningur hafi snert við öllum sem á hlýddu enda frábær útsetning.
Í tilkynningu frá forsetaembættinu á facebooksíðu hans segir:
"Við Eliza þökkum innilega fyrir þá gestrisni og góðvild sem mætti okkur í opinberri heimsókn okkar á Akranes í gær. Við hittum unga sem aldna, kynntum okkur nýsköpun og sögu, nutum hlýju bæjarbúa og ég „naut“ þess að svamla við Langasand með öflugu sjósundsfólki á Skaganum, en mikið var svo notalegt að fá yl í kroppinn hjá henni Guðlaugu. Það er magnað mannvirki."
Nemendur og starfsfólk Brekkubæjarskóla færir Guðna og Elizu þakkir fyrir heimsóknina.
Myndir af heimsókn forsetahjónanna má finna hér.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.