Poppað fyrir hverja lesna mínútu á yngsta stigi.

Ýmsar leiðir eru færar til að halda utan um þær mínútur sem nemendur verja við lestur heima hjá sér. Leiðin sem hefur verið farin á yngsta stigi í Brekkubæjarskóla. Þar safna nemendur einni poppbaun fyrir hverja mínútu sem þau lesa í bók heima hjá sér. Formúlan er því einföld= Ein mínúta jafngildir einni poppbaun. 

 

Því var blásið til mikillar poppveisl á föstudaginn. Við það tækifæri var poppbaunir allra nemenda poppaðar og fengu þau að gæða sér á poppinu. Vel var látið af poppinu enda sérlega ánægjulegt að gæða sér á poppi sem unnið hefur verið fyrir. 

 

Dugnaðurinn var mikill hjá krökkunum og safnaðist mikill fjöldi bauna sem poppaður var. Til gamans má geta þess að 1. bekkingar lásu í rétt um 10.000 mínútur eða í rúmlega 166 klukkustundir.