Kæru foreldrar
Vegna loftgæða og vinnu við hreinsun eftir brunann getum við ekki verið með kennslu í skólanum okkar í næstu viku.
Við fengum húsnæði á öðrum stöðum fyrir miðstigs bekkina til að þeir geti komið í staðbundinn skóla frá og með þriðjudeginum. Á mánudaginn verður heimaskóli hjá 5. og 7. bekk og starfsstöðvarnar undirbúnar.
Skipulagið hjá bekkjunum verður svona:
1.og 2. bekkur: Á sömu starfsstöðvum og í þessari viku. Skóladagur frá 8:10-12:00. Frístundabörnin fá að borða og frístundin opnar kl. 12:00.
3. og 4. bekkur: Á sömu starfsstöðvum og í þessari viku. Skóladagur frá 8:10-12:00. Frístundabörnin fá að borða og eru í gæslu hjá okkur þar til frístundin þeirra opnar kl. 13:00.
5. bekkur:
Mánudagur: Heimaskóli samkvæmt plani frá árgangateymi.
Þriðjudagur til föstudags: Nemendur mæta í Tónlistarskólann sem er staðsettur í sama húsi og Krónan. Vegna fjöldatakmarkana mæta þau í tveimur hópum. Hópaskiptingin er í höndum árgangateymisins og þið póst frá þeim varðandi þá skiptingu.
Skóladagurinn hjá hópi 1 hefst kl. 8:10 og lýkur kl. 11:00.
Skóladagurinn hjá hópi 2 hefst kl. 11:10 og lýkur kl. 14:00.
Íþróttir, sund og dans halda sér samkvæmt stundaskrá óháð því hvort nemendur eru í fyrri eða seinni hópi.
6. bekkur:
Mánudagur: Á mánudaginn mæta nemendur í Oddfellow salinn, Kirkjubraut 54, gengið inn frá Háholti.
Þriðjudagur til föstudags: Nemendur mæta í Oddfellow salinn, Vegna fjöldatakmarkana mæta þau í tveimur hópum. Hópaskiptingin er í höndum árgangateymisins og þið póst frá þeim varðandi þá skiptingu.
Skóladagurinn hjá hópi 1 hefst kl. 8:10 og lýkur kl. 11:00.
Skóladagurinn hjá hópi 2 hefst kl. 11:10 og lýkur kl. 14:00.
Íþróttir, sund og dans halda sér samkvæmt stundaskrá óháð því hvort nemendur eru í fyrri eða seinni hópi.
7. bekkur:
Mánudagur: Heimaskóli samkvæmt plani frá árgangateymi.
Þriðjudagur til föstudags: Nemendur mæta í Jónsbúð, Akursbraut 13, við hliðina á Blikksmiðju Guðmundar. Vegna fjöldatakmarkana mæta þau í tveimur hollum. Hópaskiptingin er í höndum árgangateymisins og þið póst frá þeim varðandi þá skiptingu.
Skóladagurinn hjá hópi 1 hefst kl. 8:10 og lýkur kl. 11:00.
Skóladagurinn hjá hópi 2 hefst kl. 11:10 og lýkur kl. 14:00.
Íþróttir og sund halda sér samkvæmt stundaskrá óháð því hvort nemendur eru í fyrri eða seinni hópi.
8.-10. bekkur:
Heimaskóli alla dagana en nemendur mæta í íþróttir og sund samkvæmt stundaskrá.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.