Skólasetning - breytt skipulag

Við þurfum að seinka skólabyrjun um einn dag þar sem lengri tíma þarf til að þrífa skólann áður en nemendur mæta.

Skólabyrjun verður svona:

1.bekkur:

  • Föstudagur 23. ágúst -  Nemendur 1. bekkjar og foreldrar þeirra mæta á skólasetningu kl. 10:00 á leiksvæðið sem snýr að Heiðarbraut og hitta bekkjarteymið þar. Síðan er haldið í kennslustofur 1.bekkjar og farið yfir helstu atriði varðandi komandi vetur. 
  • Mánudaginn 26. ágúst verður frístundin opin frá kl. 8:00 – 13:45 fyrir alla nemendur 1. bekkjar, foreldrum að kostnaðarlausu. Frá 13:45 – 16:00 er frístundin opin fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.

2. - 10. bekkur:

Mánudagur 26. ágúst – skólasetning í fimleikahúsinu samkvæmt skipulagi hér að neðan:

  • Kl. 9:00 - 9:30Skólasetning fyrir 2. - 4. bekk
  • Frá kl. 9:30 – 13:45 er frístundin opin fyrir alla nemendur 2. bekkjar, foreldrum að kostnaðarlausu. Frá 13:45 – 16:00 er frístundin opin fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.
  • Ekki er hægt að bjóða upp á frístund fyrir nemendur 3. og 4. bekkjar fyrir hádegi en opið er í frístundinni í Þorpinu frá 13:45 fyrir þau börn sem eru skráð þar.
  • Kl. 9:30 – 10:00 - Skólasetning fyrir 5. - 10. bekk.

Skólastarf hefst síðan samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27. ágúst.