Kæru foreldrar.
Gleðilegt ár og bestu þakkir fyrir gott samstarf á liðnu ári og hlökkum til samstarfs við ykkur á árinu 2022.
Á morgun hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá og hefur ráðherra boðað að það verði óskert.
Við getum alveg átt von á að missa starfsmenn í einangrun og sóttkví og getur því verið að við þurfum að skerða skóladaginn hjá einhverjum bekkjum ef aðstæður verða þannig. Við munum samt leggja allt kapp á að geta verið með óskert skólastarf fyrir yngstu nemendurna.
Í fyrri bylgjum hefur matsalurinn verið undanþeginn fjöldatakmörkunum en er það ekki núna. Þannig að það mega ekki vera fleiri en 50 í matsalnum á hverjum tíma og því ekki hægt að bjóða upp á hádegismat í skólanum. Á morgun er skyr og brauð á matseðli og fer það upp í bekki fyrir þá sem eru skráðir í mat. Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag verður mötuneytið lokað og allir nemendur þurfa að koma með tvöfalt nesti með sér í skólann. Nemendur á unglingastigi geta verslað mat í brauðsölu nemenda og þeir hafa leyfi til að fara heim í hádegismat. Við ætlum líka að bjóða upp á að nemendur í 5.-7. bekk megi fara heim í hádegismat. Nemendur á frístund fá hressingu þar eins og áður.
Varðandi framhaldið með mötuneytið tökum við stöðuna aftur í lok vikunnar.
Þið fáið endurgreiddar þær máltíðir sem falla niður eða þær verða látnar ganga upp í næsta tímabil.
Við ítrekum við ykkur mikilvægi þess að fara með börnin ykkar í sýnatöku ef þau eru með minnstu einkenni. Ef þau hafa verið veik er mjög mikilvægt að þau fari í sýnatöku áður en þau mæta í skólann.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.