Sumarlestur

Hér má sjá nemendur í 4. bekk fá kynningu á  sumarlestrinum.
Hér má sjá nemendur í 4. bekk fá kynningu á sumarlestrinum.

Nú er sumarið handan við hornið og þá skiptir öllu að byrja að huga að sumarlestrinum. Við erum svo lánsöm að bæjarbókasafnið er með afar skemmtilegt sumarlestursverkefni og er þemað í ár íþróttir. Öll börn í 1. -4. bekk hafa fengið kynningu á sumarlestrinum og eru spennt að taka þátt.

Það er afar mikilvægt fyrir lestrarnám barna að viðhalda lestri þó skólinn fari í frí því ef barn les ekkert yfir sumarið getur orðið allt að þriggja mánaða afturför á lestrarfærni.