Vegna aðstæðna þurftu nemendur og starfsmenn skólans að sinna skólastarfinu utan skólans í tvær vikur. Nú eru allir komnir til baka og því kátt í Brekkubæ :) Það þarf heilt þorp til að ala upp barn segir máltækið og það á svo sannarlega við um aðstæður okkar síðustu daga. Samfélagið hér á Akranesi brást snöggt við beiðni um að hlaupa undir bagga við að hýsa nemendur á meðan ekki var hægt að vera í skólanum og allir voru boðnir og búnir til að létta undir. Foreldrahópurinn stóð líka þétt við bakið á okkur og veitti mikinn stuðning á erfiðum tíma.
Við viljum færa þeim aðilum sem aðstoðuðu okkur við að útvega húsnæði fyrir kennslu víðs vegar um bæinn okkar bestu þakkir fyrir snögg viðbrögð og einstök liðlegheit. Þeir eru:
Vinna við lagfæringar á hluta húsnæðisins stendur ennþá yfir en verður vonandi lokið fljótlega svo hægt sé að opna aftur mötuneytið og setustofuna.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.