Þriðji og fjórði bekkur sækja Töfraflautuna heim í Hörpu

Í vikunni fóru nemendur þriðja og fjórða bekkjar í menningarferð. Stefnan var sett í Hörpu þar sem krakkarnir sáu Töfraflautuna.

"Töfraflautan eftir Mozart er ein dáðasta ópera sögunnar og sannkallaður ævintýraheimur fyrir unga sem aldna.  Hér er meistaraverk Mozarts flutt í klukkustundarlangri útfærslu fyrir sögumann og fimm einsöngvara, en með hlutverin fara íslenskir söngvarar af yngri kynslóðinni. Öll hafa þu stundað framhaldsnám erlendis og hlotið frábæra dóma fyrir söng sinn og leik. Sögumaður er Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem lýsir framvindunni með kímnigáfu að leiðarljósi. Þetta er hugljúf og eftirminnileg ævintýrastund fyrir alla fjölskylduna og er hluti af Litla tónsprotanum." segir í umfjöllun um sýninguna.

 

Sýningin er í boði fyrir skólahópa og er gerð til þess að kynna börn fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og klassískri tónlist. Bæði fannst krökkunum sýningin skemmtileg en svo voru líka ótrúlega mörg þeirra að koma í Hörpu í fyrsta sinn og fannst mjög merkilegt að sitja sýningu í stærsta tónleikasal landsins. Það var svo auka bónus að sjá hvað okkar Brekkóbörn voru til mikillar fyrirmyndar á sýningunni