Úthlutun hefur farið fram úr sjóði Forritara framtíðarinnar en tilgangur hans er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Við fengum þær frábæru fréttir að Brekkubæjarskóli var einn af þeim 30 skólum sem fengu úthlutað frá þeim. Styrkurinn hljóðar uppá 320 þúsund og er tvískiptur, annars vegar er það námskeiðsstyrkur og þjálfun fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu upp að 120 þúsund og hins vegar styrkur til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu fyrir allt að 200 þúsund.
Heildarúthlutun sjóðsins 2019 var 7,8 milljónir vegna námskeiða, námsefnisgerðar og kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu og 4,2 milljónir í formi tölvubúnaðar.
Brekkubæjarskóli þakkar Forriturum framtíðarinnar innilega fyrir styrkinn.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.