Vel heppnaður haustskóli

Í byrjun október var haustskóli hjá okkur í Brekkubæjarskóla. Haustskóli er hluti af Brúum bilið samstarfi leikskólanna og grunnskólanna á Akranesi. Þá koma verðandi 1. bekkingar í skólaheimsókn í þrjá daga, vinna fjölbreytt verkefni, skoða skólann með skólastjórnendum, fara út í frímínútur og auðvitað borða nesti.

Nemendur í 1.bekk taka að sjálfsögðu þátt í haustskólanum. Þeir fá annars vegar að heimsækja leikskólana og hins vegar að taka þátt og aðstoða leikskólakrakkana hér í skólanum.
 
Þetta voru góðir dagar og ekki annað að sjá en tilvonandi nemendur okkar séu fullir af gleði og eftirvæntingu.