Níu skólar hér á landi munu bera titilinn eTwinning skólar þetta skólaárið og er Brekkubæjarskóli á Akranesi þeirra á meðal. Hinir skólarnir átta eru Grunnskóli Bolungarvíkur, Hamraskóli, Heilsuleikskólinn Skógarás, Leikskólinn Furugrund, Leikskólinn Holt, Norðlingaskóli, Selásskóli og Setbergsskóli. eTwinning skólar eru nú ellefu talsins hér á landi en í hittifyrra hlutu Hrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Íslands sömu viðurkenningu sem er veitt til tveggja ára í senn.
Titillinn „eTwinning skóli“ er viðurkenning á öflugu og góðu evrópsku samstarfi í gegnum þátttöku í eTwinning verkefnum. Viðurkenningin er þó ekki síður liður í skólaþróun því eTwinning skólar eflast enn frekar í notkun upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi. Verkefnið býður upp á tækifæri til styrkja starfsþróun kennara og skólastjórnenda og auka alþjóðatengsl skólans enda verða þeir sýnilegri í skólasamfélagi eTwinning sem telur nú yfir 200 þúsund skóla og tæplega 800 þúsund kennara.
Nánari upplýsingar um eTwinning má nálgast á heimasíðu landskrifstofu eTwinning á Íslandi, etwinning.is, og á Evrópuvef Twinning, etwinning.net.