Morgunstund

Dygð annarinnar í Brekkubæjarskóla er umburðarlyndi og var umburðarlyndi því alltumlykjandi á morgunstund morgunsins.
Nemendur í 2. og 9. bekk stigu á stokk og sungu um ástina og vináttuna. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðar dygðir og allir sungu saman við undirspil húsbandsins.
Kynnar dagsins voru þeir Styrmir Týr og Bjarki í 7.BS og að venju var öll tæknivinna í höndum nemenda unglingadeildar.

Hér má sjá myndir frá morgunstundinni.